Alþingi hefur samþykkt frumvarp um heimild til handa iðnaðarráðherra til að semja við Verne Holdings ehf. og fleiri um byggingu og rekstur gagnavers í Reykjanesbæ. 36 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, fimm greiddu atkvæði gegn því og sjö greiddu ekki atkvæði. Fimmtán voru fjarverandi, þar á meðal Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og flutningsmaður frumvarpsins.
Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari og Þráinn Bertelsson greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.Í lögunum kemur fram að samningurinn við fyrirtækin skuli kveða á um þær skuldbindingar af hálfu ríkisins, eigendanna og félaganna sem kunni að þykja nauðsynlegar og viðeigandi. Miðað er við að samningurinn gildi í að minnsta kosti 20 ár.
Leiðrétt: Miðað er við að samningurinn gildi í tíu ár að hámarki.