Lög um gagnaver samþykkt

Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ
Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ

Alþingi hefur samþykkt frumvarp um heimild til handa iðnaðarráðherra til að semja við Verne Holdings ehf. og fleiri um byggingu og rekstur gagnavers í Reykjanesbæ. 36 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, fimm greiddu atkvæði gegn því og sjö greiddu ekki atkvæði. Fimmtán voru fjarverandi, þar á meðal Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og flutningsmaður frumvarpsins.

Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari og Þráinn Bertelsson greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.

Í lögunum kemur fram að samningurinn við fyrirtækin skuli kveða á um þær skuldbindingar af hálfu ríkisins, eigendanna og félaganna sem kunni að þykja nauðsynlegar og viðeigandi. Miðað er við að samningurinn gildi í að minnsta kosti 20 ár.

Leiðrétt: Miðað er við að samningurinn gildi í tíu ár að hámarki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert