Málþing undir yfirskriftinni „Vorar skuldir – kirkjan og baráttan gegn óréttmætum skuldum“ verður haldið í dag kl. 13-16 í Neskirkju.
Málþingið er samstarfsverkefni Biskupsstofu, Lúterska heimssambandsins og guðfræði- og trúarbragðadeildar HÍ.
Martin Junge, tilvonandi framkvæmdastjóri Lúterska heimssambandsins, og Peter Prove, yfirmaður mannréttindasviðs sambandsins, flytja erindi og kynna meðal annars baráttu kirkna í Suður-Ameríku gegn óréttmætum skuldum með stuðningi LWF. Út frá þeirri baráttu skoða þeir einnig skuldir Íslendinga gagnvart Icesave.
Viðbrögð við erindinu veita meðal annars Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor og Karl Sigurbjörnsson biskup.