Stjórnarliðar mæta verr á fundi

Frá Alþingi
Frá Alþingi Kristinn Ingvarsson

Hreyfingin mætti allra þingflokka best á nefndarfundi á yfirstandandi löggjafarþingi, samkvæmt yfirliti um fundarsetu sem Alþingi hefur sent frá sér samkvæmt ákvörðun forseta. Hreyfingin státar af 91% mætingu á fundi en mæting Vinstri grænna er síst, eða 75%.

Stjórnarandstaðan mætir að meðaltali betur á nefndarfundi, eða 81% á móti 75% mætingu stjórnarliða.  Framsóknarflokkurinn státar af næstbestri mætingu á eftir Hreyfingunni, eða 80%. Sjálfsstæðisflokkur er með 79% mætingu mæting þingmanna Samfylkingar er 76%.  Alþingi sendir til samanburðar frá sér tölur yfir mætingar á nefndarfundi árin 1980-1982. Á þeim tíma var staðan öfug, þ.e.a.s. stjórnarliðar voru að meðaltali með 85-86% mætingu á fundum en stjórnarandstaða með síðri mætingu eða 80-82%.

Almennt var mæting á nefndarfundi góð á yfirstandandi löggjafarþingi en síst er hún í menntamálanefnd þar sem 6 af 9 nefndarmönnum mæta að jafnaði á fundi, eða 66%. Mest mæting var á fundi þingmannanefndar, þar sem 8 af 9 þingmönnum mættu jafnan eða 89% og svipuð mæting var á fundi fjárlaganefndar, eða 88%.

Mæting eftir nefndum var eftirfarandi:

 

Þingmannanefndin                            89%                 8 af 9 nefndarmönnum.

Fjárlaganefnd                                     88%                 10 af 11 nefndarmönnum.

Efnahags- og viðskiptanefnd             83%                 7 af 9 nefndarmmönnum.

Viðskiptanefnd                                   82%                 7 af 9 nefndarmönnum.

Iðnaðarnefnd                                      80%                 7 af 9 nefndarmönnum.

Heilbrigðisnefnd                                 79%                 7 af 9 nefndarmönnum.

Utanríkismálanefnd                           79%                 7 af 9 nefndarmönnum.

Allsherjarnefnd                                  77%                 7 af 9 nefndarmmönnum.

Samgöngunefnd                                 74%                 7 af 9 nefndarmönnum.

Umhverfisnefnd                                 74%                 7 af 9 nefndarmönnum.

Félags- og tryggingamálanefnd         72%                 6 af 9 nefndarmönnum.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarn.       72%                 6 af 9 nefndarmönnum.

Menntamálanefnd                             66%                 6 af 9 nefndarmönnum.

Yfirlitið var lagt fram á fundi forsætisnefndar fyrr í dag  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert