Um eitt þúsund málum vísað í dóm

Heildarfjárhæð forgangskrafna í þrotabú Kaupþings nema 1.711 milljörðum króna, samkvæmt yfirliti frá skilanefnd Kaupþings en kröfuhafafundur í bankanum var haldinn í dag. Þar kom fram að kröfur hafa lækkað talsvert frá áramótum er þær námu 2.019 milljörðum króna. Skýrist það meðal annars því að einhverjar kröfur voru tvíteknar og annarra leiðréttinga.

Kemur fram í skýrslu skilanefndar Kaupþings að líklega verði um eitt þúsund mál send til héraðsdóms á næstu vikum og mánuðum frá skilanefndum Kaupþings, Landsbankans og Glitnis.

Þar segir að það sé mat skilanefndar Kaupþings að stjórnvöld hafi ekki gert nægjanlega mikið til þess að mæta auknu álagi á dómstóla vegna fjölda mála sem upp koma á næstunni, hvorki héraðsdómi né Hæstarétti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert