Sigurður Kári vænir Jóhönnu um spillingu og lygar

Sigurður Kári
Sigurður Kári Valdís Þórðardóttir

Sig­urður Kári Kristjáns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði í ræðustól Alþing­is að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, væri í „stand­andi vand­ræðum“ vegna launa­mála seðlabanka­stjóra sem hafa verið til um­fjöll­un­ar á þingi og í efna­hags- og skatta­nefnd að und­an­förnu. Vændi hann for­sæt­is­ráðherra um lyg­ar og spill­ingu.

„Þetta mál lykt­ar af póli­tískri spill­ingu sem hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra ber ábyrgð á. [...] Hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra hef­ur gefið þing­inu út­skýr­ing­ar sem hvorki stand­ast né eru sann­leik­an­um sam­kvæm­ar,“ sagði Sig­urður Kári. Hann sagði tölvu­bréf sem komið hefðu fram sýndu að for­sæt­is­ráðuneytið hefði haft aðkomu að mál­inu og sönnuðu að yf­ir­lýs­ing­ar for­sæt­is­ráðherra á þingi hafi ekki verið „sann­leik­an­um sam­kvæm­ar.“

Þá benti hann að Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, hafi staðfest að for­sæt­is­ráðuneytið hafi komið að mál­um með ósk um að bankaráð kæmi að ákvörðun launa seðlabanka­stjóra. Með því væri gengið gegn úr­sk­urði kjararáðs um efnið. Um þetta er fjallað á forsíðu Morg­un­blaðsins í dag.

Jó­hanna hafnaði per­sónu­legri aðkomu að mál­inu og vitn­eskju um aðkomu ráðuneyt­is henn­ar. Vísaði hún ásök­un­um Sig­urðar Kára á bug. Kvað hún hvorki for­sæt­is­ráðherra né ráðuneytið hafa vald til að fara á svig við úr­sk­urð kjararáðs lög­um sem hafa að mark­miði að op­in­ber­ir starfs­menn hafi ekki hærri laun en for­sæt­is­ráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á Alþingi í dag.
Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, á Alþingi í dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert