Bilun í New York vél Iceland Express

Iceland Express.
Iceland Express.

Tafir hafa orðið á flugi Iceland Express frá Newark flugvellinum í nágrenni New York borgar í morgun. Að sögn Kristínar Þorsteinssonar, upplýsingafulltrúa Iceland Express, var vélinni snúið við eftir stutt flug þar sem hljóð heyrðist frá einni af hurðum vélarinnar. Í ljós kom smávægileg bilun sem búið er að laga.

Vegna alþjóðlegra reglna um hvíldartíma áhafna þá gat vélin ekki farið í loftið strax eftir að viðgerð lauk. Vélin fer í loftið klukkan 13 að íslenskum tíma og er væntanleg hingað til lands síðdegis. Áætlað var að hún myndi lenda í Keflavík klukkan 5:50 í morgun.

Iceland Express hóf nýverið áætlunarflug til New York og þar með er í fyrsta skipti komin samkeppni á flugleiðinni milli Íslands og New York.   Fyrsta ferðin var farin á þriðjudag fyrir viku síðan.  Bókanir eru mjög góðar  að sögn Kristínar líkt og á öðrum áætlunarleiðum félagsins í sumar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert