„Eilífar sakbendingar“ vegna launamála seðlabankastjóra

Árni Þór Sigurðsson
Árni Þór Sigurðsson Ómar Óskarsson

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, innti í þingræðu sinni í morgun starfandi formann þingflokks Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Árna Þór Sigurðsson, um hvort flokkur hans væri „sáttur við þau svör forsætisráðherra sem birst hafa í þessu máli [launamál seðlabankastjóra] og þau fjölmörgu misvísandi skilaboð, þau fjölmörgu misvísandi atriði, sem enn á eftir að gera grein fyrir“ í ljósri stífrar umræðu um gegnsæi og skyldur ráðherra gagnvart þinginu.

Sagðist Árni Þór telja málið liggja ljóst fyrir og að aðkoma forsætisráðherra hefði verið upplýst að fullu. Árni Þór sagði í ræðustól að þráhyggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins í launamálum seðlabankastjóra riði ekki við einteyming. Hún þjónaði engum tilgangi í þeim verkefnum sem mestu máli skiptu fyrir þjóðina.

„Hér eru eilífar sakbendingar til hægri og vinstri og ég hlýt að spyrja mig að því hvort það sé þannig sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að taka þátt í endurreisn íslensks samfélags úr rústum þess sem hann kom í fyrir stuttu síðan,“ sagði Árni Þór ennfremur.

Birgir Ármannsson
Birgir Ármannsson mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka