„Eilífar sakbendingar“ vegna launamála seðlabankastjóra

Árni Þór Sigurðsson
Árni Þór Sigurðsson Ómar Óskarsson

Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, innti í þing­ræðu sinni í morg­un starf­andi formann þing­flokks Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs, Árna Þór Sig­urðsson, um hvort flokk­ur hans væri „sátt­ur við þau svör for­sæt­is­ráðherra sem birst hafa í þessu máli [launa­mál seðlabanka­stjóra] og þau fjöl­mörgu mis­vís­andi skila­boð, þau fjöl­mörgu mis­vís­andi atriði, sem enn á eft­ir að gera grein fyr­ir“ í ljósri stífr­ar umræðu um gegn­sæi og skyld­ur ráðherra gagn­vart þing­inu.

Sagðist Árni Þór telja málið liggja ljóst fyr­ir og að aðkoma for­sæt­is­ráðherra hefði verið upp­lýst að fullu. Árni Þór sagði í ræðustól að þrá­hyggja þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins í launa­mál­um seðlabanka­stjóra riði ekki við einteym­ing. Hún þjónaði eng­um til­gangi í þeim verk­efn­um sem mestu máli skiptu fyr­ir þjóðina.

„Hér eru ei­líf­ar sak­bend­ing­ar til hægri og vinstri og ég hlýt að spyrja mig að því hvort það sé þannig sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ætl­ar að taka þátt í end­ur­reisn ís­lensks sam­fé­lags úr rúst­um þess sem hann kom í fyr­ir stuttu síðan,“ sagði Árni Þór enn­frem­ur.

Birgir Ármannsson
Birg­ir Ármanns­son mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert