Sala áfengis í Vínbúðum ÁTVR dróst saman um 10% í lítrum talið fyrstu fimm mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra.
Ef salan í maí er borin saman við sama mánuð í fyrra er samdrátturinn hins vegar tæplega 17%.
Á heimasíðu Vínbúðanna segir að hluti skýringarinnar á þessum samdrætti sé að 1. júní 2009 hafi skattar á áfengi hækkað sem hafi skilað sér í aukinni sölu síðustu dagana í maí það árið. Þar kemur einnig fram að sala á áfengi hafi ekki verið minni í maímánuði síðan árið 2006.