Hafa komið til móts við skuldavandann

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Golli

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að rangt að rík­is­stjórn­in hafi lítið sem ekk­ert gert til að kom­ast til móts við skulda­vanda heim­il­anna í land­inu. „Frá hrun­inu hef­ur verið gripið til 50 marg­vís­legra aðgerða til að kom­ast til móts við skulda­vanda heim­il­anna,“ sagði hún á Alþingi.

Að sögn Jó­hönnu hafa að lág­marki 60 til 80 þúsund manns notið úrræðanna. Reiknað sé með því að út­gjöld vegna hækkaðra vaxta­bóta, lækk­un drátt­ar­vaxta og út­borg­arn­ir sér­eign­ar­sparnaðar vegna úrræðanna nemi um 45-50 millj­örðum kr.

„Það er hægt að lesa það út úr út­reikn­ing­um seðlabank­ans að í stað þess að banka­hrunið hefði fjölgað heim­il­um í vanda um að minnsta kosti 9000 hefði ekk­ert verði að gert, þá stefn­ir í að fjölg­un­in verði lít­il sem eng­in,“ sagði Jó­hanna. 

„Ég viður­kenni fús­lega að það blas­ir vandi við mörg­um heim­il­um. Og rík­is­stjórn­in er ávallt í viðbragðsstöðu að skoða fleiri úrræði og meta vand­ann,“ seg­ir hún.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði úrræði stjórn­valda duga skammt.

„Heilt yfir þá er staðan varðandi skulda­vanda heim­il­anna sú að op­in­ber­ar töl­ur sýna okk­ur að þær aðgerðir sem nú þegar hef­ur verið gripið til, þær eru ekki að duga. Fólk er ekki að nýta sér úrræðin. Ein­ung­is í kring­um 10% af þeim sem gátu leitað skulda­leiðrétt­ing­ar gerðu það. Eða 10% þeirra sem við spáðum fyr­ir um. Að örðu leyti þá hef­ur staða heim­il­anna því miður batnað af­skap­lega tak­markað þrátt fyr­ir hinar marg­vís­legu aðgerðir,“ sagði Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert