Hafa komið til móts við skuldavandann

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Golli

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að rangt að ríkisstjórnin hafi lítið sem ekkert gert til að komast til móts við skuldavanda heimilanna í landinu. „Frá hruninu hefur verið gripið til 50 margvíslegra aðgerða til að komast til móts við skuldavanda heimilanna,“ sagði hún á Alþingi.

Að sögn Jóhönnu hafa að lágmarki 60 til 80 þúsund manns notið úrræðanna. Reiknað sé með því að útgjöld vegna hækkaðra vaxtabóta, lækkun dráttarvaxta og útborgarnir séreignarsparnaðar vegna úrræðanna nemi um 45-50 milljörðum kr.

„Það er hægt að lesa það út úr útreikningum seðlabankans að í stað þess að bankahrunið hefði fjölgað heimilum í vanda um að minnsta kosti 9000 hefði ekkert verði að gert, þá stefnir í að fjölgunin verði lítil sem engin,“ sagði Jóhanna. 

„Ég viðurkenni fúslega að það blasir vandi við mörgum heimilum. Og ríkisstjórnin er ávallt í viðbragðsstöðu að skoða fleiri úrræði og meta vandann,“ segir hún.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði úrræði stjórnvalda duga skammt.

„Heilt yfir þá er staðan varðandi skuldavanda heimilanna sú að opinberar tölur sýna okkur að þær aðgerðir sem nú þegar hefur verið gripið til, þær eru ekki að duga. Fólk er ekki að nýta sér úrræðin. Einungis í kringum 10% af þeim sem gátu leitað skuldaleiðréttingar gerðu það. Eða 10% þeirra sem við spáðum fyrir um. Að örðu leyti þá hefur staða heimilanna því miður batnað afskaplega takmarkað þrátt fyrir hinar margvíslegu aðgerðir,“ sagði Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka