Íslendingar „geta ekki borgað Icesave"

Heimasíða Icesave
Heimasíða Icesave DYLAN MARTINEZ

Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri eins stærsta banka Hol­lands, sem spáði fyr­ir um hrun Lands­bank­ans, tel­ur ekki að Ísland geti staðið und­ir því að borga til baka Ices­a­ve skuld­ina við hol­lenska ríkið. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Sjón­varps. 

Ísland get­ur ekki staðið und­ir því að borga til baka Ices­a­ve skuld­ina við hol­lenska ríkið, að mati fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra eins stærsta banka Hol­lands, sem spáði fyr­ir um hrun­Lands­bank­ans. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Sjón­varps.

Bert Heemskert, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hins hol­lenska Ra­bobanka, var að sögn Rúv spurður að því fyr­ir skömmu á hol­lensku sjón­varps­stöðinni RTL hvort hann teldi að Hol­lend­ing­ar fengju aft­ur það fé sem hol­lenska ríkið hefði lánað Íslend­ing­um vegna Ices­a­ve. Heemskert svaraði því til að upp­hæðin væri of há fyr­ir jafn lítið hag­kerfi og á Íslandi. Mjög erfitt verði fyr­ir Íslend­inga að geta staðið full­kom­lega skil af af­borg­un­um og borgað 100% af skuld­inni inn­an viðráðan­legs tíma.

,,Sjáðu til og ef við töl­um um 100 ár gætu þeir það en við vit­um líka, að jafn­vel með 1-2% vöxt­um væri að greiða nú­ver­andi skuld á 100 árum svipað og að borga 10%  til baka eða eitt­hvað álíka," hef­ur Rúv eft­ir Heemskert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert