Óbarnvænt Alþingi

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Mbl.is

Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu gamminn geysa á þingfundi í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta. Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, var misboðið yfir störfum forseta.

 „Af hverju er hér allt í uppnámi og rugli?“ spurði Vigdís og hélt áfram: „Hvernig eiga þingmenn að geta skipulagt sig?“ Vigdís minnti á markmið forseta þingsins um barnvænt Alþingi. Henni þótti það augljóslega hafa farið forgörðum. „Það er ekki hægt að reisa þetta land við, ef þetta heldur áfram sem fram horfir,“ sagði Vigdís.

Þór Saari, Hreyfingunni og Eygló Harðardóttir, Framsókn, tóku í sama streng. Vigdís bætti við að lokum, að henni þætti þetta ósanngjarnt gagnvart stjórnarandstöðunni. Þingmenn fengju allt of stuttan tíma til undirbúnings áður en málin væru rædd.

„Mér finnst engu líkara en að það sé hreinlega verið að reyna stytta ræðutíma og gefa þingmönnum ekki kost á að tala í málum, víst að sífellt er verið að breyta dagskrá þingsins,“ sagði Vigdís.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert