Öllum starfsmönnum Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, 60 manns, var í gær tilkynnt að þeim yrði sagt upp störfum frá og með 1. júlí nk.
„Við erum fyrst og fremst ósátt við ríkisstjórnina að koma ekki með nokkur einustu verkefni fyrir verktakafyrirtæki, þau eru hvert af öðru að loka og ekki fyrirsjáanlegt að gera eigi nokkurn skapaðan hlut,“ segir Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og bætir við að uppsagnirnar nú séu ákveðin varúðarráðstöfun.