Sigurður Kári segist hafa gert grein fyrir styrkjum sínum

Sigurður Kára Kristjánsson alþingismaður
Sigurður Kára Kristjánsson alþingismaður Ómar Óskarsson

Jón­ína Rós Guðmunds­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ingu, innti Sig­urð Kára Kristjáns­son, Sjálf­stæðis­flokki, á þing­fundi fyr­ir stundu um hvort og hvenær hann hyggðist gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um varðandi styrki í próf­kjör­um á und­an­förn­um árum. Sagði hún að Sig­urður Kári hefði þegið 4.650.000 krón­ur í styrki í próf­kjöri fyr­ir Alþing­is­kosn­ing­ar 2007 og tæp­ur helm­ing­ur þeirr­ar upp­hæðar sam­an stæði af styrkj­um sem væru svo háir að skylt væri að gera sér­stak­lega grein fyr­ir hver veitti þá.

Í svar­ræðu sinni sagðist Sig­urður Kári hafa gert grein fyr­ir styrkj­um sín­um með full­nægj­andi hætti og skilað upp­gjör­um í sam­ræmi við regl­ur. Sakaði hann Jón­ínu um að vekja máls á styrk­veit­ing­um til hans í þeim til­gangi að drepa launa­mál­um seðlabanka­stjóra á dreif, svo óþægur ljár í þúfu væri það mál stjórn­inni.

Benti hann einnig á að sjálf­ur væri hann aðeins hálfdrætt­ing­ur miðað við styrkþega í henn­ar eig­in flokki.

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks sagði kostug­legt að fylgj­ast með þing­mönn­um Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar tak­ast á um styrkja­mál­in. Velti hann því upp hvort ef til vill væri kom­inn tími til að leitað væri end­ur­nýjaðs umboðs þjóðar­inn­ar og blásið til Alþing­is­kosn­inga.

Jónína Rós
Jón­ína Rós mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert