Skaut þrífætta tófu

Vignir Björnsson grenjaskytta á Blönduósi með dýrið.
Vignir Björnsson grenjaskytta á Blönduósi með dýrið. mbl.is/Jón Sigurðsson

Vignir Björnsson grenjaskytta á Blönduósi skaut nú um helgina tófu fram í Norðurárdal í A-Húnavatnssýslu. Þetta þætti ekki tíðindum sæta nema fyrir þá sök að dýrið var þrífætt.

Vignir segir það ekki algengt að rekast á svona skapaða refi en vel var gróið fyrir þar sem áður var vinstri framfótur. Taldi Vignir víst að tófan hafi fyrr kynnst veiðmanni sem einungis hafi haft af henni fótinn. Nú er hún öll og einni læðunni færra í Skagabyggð, skrifar fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert