Stjórnalagaþing rætt í „óðagoti og taugaveiklun"

Birgir Ármannsson.
Birgir Ármannsson.

Frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um stjórn­lagaþing er ófull­b­urða að mati þing­manna Sjálf­stæðis­flokks í alls­herj­ar­nefnd. Sjálf­stæðis­menn telja að sú leið sem far­in er í frum­varp­inu, að leggja til að kjörn­ir verði 25-31 full­trúi til þess að sitja á stjórn­lagaþingi og end­ur­skoða stjórn­ar­skránna sé ekki til þess fall­in að auka traust þjóðar­inn­ar gagn­vart Alþingi.

„Sam­kvæmt stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins kjósa Íslend­ing­ar 63 þjóðkjörna full­trúa á Alþingi til að setja land­inu lög. Stjórn­ar­skrá­in heim­il­ar ekki að öðrum þjóðkjörn­um full­trú­um sé falið það hlut­verk. Þá er það með sama hætti grund­vall­ar­hlut­verk Alþing­is að fjalla um stjórn­ar­skrá og því mik­il­væga verk­efni get­ur þingið ekki vísað frá sér," seg­ir í nefndaráliti sem þau Birg­ir Ármanns­son og Ólöf Nor­dal lögðu fram í alls­herj­ar­nefnd.  Frum­varp um stjórn­lagaþing er til umræðu á Alþingi í dag.

Sjálf­stæðis­menn í alls­herj­ar­nefnd telja að Alþingi eigi að setja stjórn­ar­skrána á dag­skrá með skýr­um hætti og í þeirri vinnu komi fram afstaða alþing­is­manna til þeirra breyt­inga sem gera þurfi á stjórn­ar­skrá.  Fjölda­mörg­um spurn­ing­um sé ósvarað í því frum­varpi sem rík­is­stjórn­in hafi lagt fram og „óhjá­kvæmi­legt að kom­ast að þeirri niður­stöðu að málið sé sett fram í miklu óðag­oti og tauga­veiklun."

„Eng­in ástæða er til að fjalla um mál af þess­um toga á síðustu dög­um þings­ins þegar fyr­ir ligg­ur að meg­in­verk­efni Alþing­is þessa dag­ana er að koma heim­il­um og fyr­ir­tækj­um til bjarg­ar. Það er skoðun 1. minni hluta að ýta eigi öll­um öðrum mál­um til hliðar og ein­henda sér í það að koma með lausn­ir fyr­ir heim­il­in og fyr­ir­tæk­in í þessu landi."

Minni hluti Sjálf­stæðismanna í alls­herj­ar­nefnd legg­ur til að kos­in verði 9 manna nefnd fyr­ir lok yf­ir­stand­andi lög­gjafaþings og litað verði eft­ir ráðgjöf frá mönn­um utan þings, án þess að Alþingi af­sali sér valdi til að breyta stjórn­ar­skránni.

Þegar nefnd­in hafi skilað til­lög­um sín­um til Alþingi verði þær tekn­ar til meðferðar á af­mörkuðu tíma­bili þannig að ekk­ert annað mál verði á meðan tekið til umræðu en breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá. Með því þurfi þingið sjálft og all­ir þing­menn að móta sér skoðun á til­lög­um nefnd­ar­inn­ar.

Ólöf Nordal.
Ólöf Nor­dal.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert