Árvökulir starfsmenn leikskóla í Borgarbyggð tóku í gær eftir manni sem stóð utan við lóð skólans og tók ljósmyndir í gríð og erg. Þar sem starfsmennirnir þekktu ekki til mannsins gerðu þeir lögreglu viðvart og tilkynntu um grunsamlegar mannaferðir og hugsanlegan „barnapervert“, eins og segir í frétt á vef Skessuhorns.
Fram kemur að lögreglan hafi komið umsvifalaust á staðinn og yfirheyrt manninn. Það kom ljós að þarna var á ferðinni byggingafulltrúi úr öðru sveitarfélagi á Vesturlandi var að skoða grindverk utan um lóð skólans, sem hafði verið haganlega smíðað.
Byggingafulltrúanum láðist
hins vegar að láta vita af tilganginum með heimsókn sinni, segir á vef Skessuhorns.