Ferðadagpeningar hækkaðir

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið að hækka dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins, að því er fram kemur á vef fjármálaráðuneytisins.

Dagpeningar vegna gistingar og fæðis í einn sólarhring hækka úr 18.700 kr. í 23.850 kr.

Dagpeningar vegna gistingar í einn sólarhring hækka úr 10.400 kr. í 15.100 kr.

Greiðslur vegna fæðis hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag hækka úr 8.300 kr. í 8.750 kr.

Þá hækkar dagpeningar vegna fæðis í hálfan dag, minnst sex tíma ferðalag úr 4.150 kr. í 4.375 kr.

Dagpeningar þessir gilda frá og með 1. júní 2010.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert