Líst illa á kvöldfund á þingi

Á Alþingi
Á Alþingi Heiddi /Heiðar Kristjánsson

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, Sig­urður Kári Kristjáns­son og Pét­ur H. Blön­dal, Sjálf­stæðis­flokki, gerðu á þing­fundi at­huga­semd­ir við til­lögu Ragn­heiðar Rík­h­arðsdótt­ur, sitj­andi for­seta Alþing­is, um að fundað væri fram á kvöld á þing­inu ef þess þyrfti. Ragn­heiður Elín sagðist telja að kvöld­fund­ir ættu ekki að standa leng­ur en til miðnætt­is en for­seti þings­ins sagði að eins og venja væri til gætu þeir staðið „inn í nótt­ina.“

Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son sagði leitt að sjá stjórn­ar­and­söðuna skor­ast und­an vinnu. „Við höf­um þó vinnu,“ sagði þingmaður­inn. Þing­menn stjórn­ar­and­stöðu höfnuðu því að þeir skoruðust und­an vinnu og sögðu um­mæl­in Sig­mundi til minn­kunn­ar.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði umræðuna lítt upp­byggi­lega og sagði liggja á að taka til starfa við mik­il­væg mál sem fyr­ir hendi væru.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert