Nú laust fyrir klukkan 17 voru björgunarsveitir Landsbjargar kallaðar út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar að Látrabjargi á Vestfjörðum þar sem maður féll í bjarginu. Óvíst er með aðstæður á slysstað og líðan mannsins sögn Landsbjargar.
Björgunarsveitarmenn frá Vestfjörðum og af höfuðborgarsvæðinu eru á leið á staðinn. Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, mun hafa fallið um 60-100 metra.
Látrabjarg er stærsta sjávarbjarg landsins, 14 kílómetrar að lengd og 441 metra hátt yfir sjó þar sem það rís hæst.