Nýr meirihluti tekur við í Rangárþingi eystra þriðjudaginn 15. júní nk. en Framsóknarmenn og aðrir framfarasinnar fengu 54% greiddra atkvæða og hreinan meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum 29. maí sl.
Ísólfur Gylfi Pálmason, oddviti listans, fv. alþingismaður og sveitarstjóri í Hrunamannahreppi verður sveitarstjóri en skrifstofa hreppsins er á Hvolsvelli.
Guðlaug Ósk Svansdóttir verður oddviti sveitarfélagsins fyrstu tvö árin og Haukur Guðni Kristjánsson verður formaður byggðaráðs. En að tveimur árum liðnum munu þau hafa hlutverkaskipti.
Helstu verkefni nýs meirihluta verður að fást við áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli, atvinnu- velferðarmál. Einnig er heilsuefling og forvarnarstarf ofarlega á stefnuskrá meirihlutans.