Rúmlega tíu króna verðmunur er á bensínlítranum þar sem hann er ódýrastur og þar sem hann er dýrastur hjá sama fyrirtæki, Orkunni. Dýrastur er dropinn á Vestfjörðum en þar þarf að greiða 196,70 krónur fyrir lítrann hjá Orkunni en sunnlendingar þurfa ekki að greiða nema 186,20 krónur fyrir lítrann hjá Orkunni.
Orkan, sem er í eigu Skeljungs, er með lægsta verðið í öllum landshlutum ef marka má vefsíðuna bensinverd.is