Segir ýtt undir atvinnuleysi með skattahækkunum

Pétur H. Blöndal
Pétur H. Blöndal

Pét­ur H. Blön­dal, Sjálf­stæðis­flokki, sagði í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi að  rík­is­stjórn­in ýtti kerf­is­bundið und­ir at­vinnu­leysi með skatta­hækk­un­um sín­um. Ný­sköp­un væri hamlað og áhrif­in væru letj­andi fyr­ir fyr­ir­tæki í land­inu. Kvað hann þetta ef til vill ekki gert meðvitað en áhrif­in væru ljós.

Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, stóð fyr­ir svör­um og sagði ekki hægt hunsa hinn mikla vanda sem fyr­ir hendi væri. Taka þyrfti á hon­um með aðgerðum í rík­is­fjár­mál­un­um, meðal ann­ars skatta­hækk­un­um. Sagðist hann ekki gefa mikið fyr­ir þá hag­fræði að hægt væri að sópa vand­an­um und­ir teppið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert