Um 22 þúsund í alvarlegum vanskilum

Börn sem tengjast ekki fréttinni beint
Börn sem tengjast ekki fréttinni beint mbl.is/Golli

Tæp­lega 22 þúsund ein­stak­ling­ar eru í al­var­leg­um van­skil­um sam­kvæmt nýj­um upp­lýs­ing­um frá Cred­it­in­fo. Um er að ræða nýj­ar upp­lýs­ing­ar, ekki gögn frá fyrri tíma. Fjölg­un al­var­legra van­skila hef­ur verið gríðarlega mik­il að und­an­förnu. Hægt er að tala um að þetta séu 22 þúsund heim­ili ekki ein­stak­ling­ar  þar sem flest­ir þeirra sem eru í van­skil­um eru með fjöl­skyld­ur og sjald­gæft er að hjón eða sam­búðarfólk séu bæði í al­var­leg­um van­skil­um.

11 þúsund börn eiga for­eldra í al­var­leg­um van­skil­um

Um ell­efu þúsund börn á Íslandi eiga for­eldra í al­var­leg­um van­skil­um. Til sam­an­b­urðar má benda á að heim­ili í  Kópa­vogu eru um 15 þúsund tals­ins. 

Í dag eru tæp­lega 8 þúsund ein­stak­ling­ar sem stefna að óbreyttu í al­var­leg van­skil þó þeir séu ekki í al­var­leg­um van­skil­um í dag. 

Cred­it­in­fo er einnig með upp­lýs­ing­ar sem benda til þess að að þeir sem þegar hafa fengið aðstoð þurfi meiri aðstoð.

56% þeirra sem hafa þegar fengið aðstoð segj­ast þurfa meiri aðstoð en 16% aðspurðra svar­ar hvorki né. 23% telja ólík­legt að þeir þurfi frek­ari aðstoð en ein­ung­is 5% er viss um að þurfa ekki frek­ari aðstoð. Um er að ræða rann­sókn sem unn­in var af Capacent Gallup fyr­ir Cred­it­in­fo.

Af þeim sem ekki þurfa aðstoð eru flest­ir barn­laus­ir og ung­ir eða eldra fólk, það er 55 ára og eldra.

Það eru því 30-40% heim­il­anna sem þurfa á aðstoð eða frek­ari aðstoð að halda. 85% þeirra sem hafa nýtt sér aðstoð en þurfa aðstoð áfram eða telja sig þurfa aðstoð strax eða mjög fljót­lega.

 78% af skuld­um í van­skil­um eru frá bönk­um og fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Svipað hátt hlut­fall þeirra sem tóku þátt og eru í van­skil­um segja að þeir myndu semja um skuld­irn­ar eða hætta að borga skuld­irn­ar. 25,1% segj­ast myndu semja en 25% segja að þeir muni hætta að borga. 6,4% líta á það sem lausn  við fjár­hags­vanda heim­il­anna að flytja úr landi. Sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar er það ungt fólk, það er yngra en fer­tugt, sem hef­ur flutt úr landi síðustu mánuði.

Mik­il­væg­ara að greiða síma­reikn­ing­inn held­ur en tóm­stund­ir barna

Það sem fólk tel­ur mik­il­væg­ast er að eiga fyr­ir mat en fleiri telja mik­il­væg­ara að geta greitt síma­reikn­ing­inn held­ur en að geta greitt fyr­ir tóm­stund­ir barna sinna. Þetta kom fram í töl­um sem Rakel Sveins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Cred­it­in­fo, kynnti fyr­ir fjöl­miðlum í dag.

Cred­it­in­fo hef­ur áhuga á að vinna með fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og aðstoða þá ein­stak­linga sem eru á van­skila­skrá. Hægt sé að upp­lýsa þá sem eru á skrá hvernig hægt er að kom­ast af skránni. Með því sé hægt að hvetja fólk til þess að kom­ast af van­skila­skrá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert