RÚV mun ekki geta sinnt lögboðnu hlutverki sínu

RÚV
RÚV mbl.is/Ómar

Ríkisútvarpið (RÚV) mun ekki verða fært um að sinna lögboðnu hlutverki sínu eins og það er nú skilgreint, bæði í lögum og þjónustusamningi, verði RÚV gert að skera niður um 9-10%, sem nemur 320 milljónum króna, til viðbótar. Þau skilaboð að slíkur niðurskurður standi fyrir dyrum hafa borist stjórn RÚV frá stjórnvöldum. Myndi slíkur niðurskurður valda eðlisbreytingu á starfsemi RÚV.

Þetta segir í bréfi sem stjórn RÚV og Páll Magnússon, útvarpsstjóri, sendu Fjármálaráðuneytinu, Mennta- og menningarmálaráðuneyti og fleirum á föstudag. Fjallað var um bréfið í kvöldfréttum RÚV.

Segir Páll að með bréfinu sé bent á að verði nú skorið niður í starfsemi RÚV um 9-10% muni verða búið að skera starfsemina niður um sem nemur ríflega þriðjungi á nokkrum árum. „Með því yrði eðlisbreyting á starfseminni miðað við lögbundið hlutverk RÚV, það verður búið að skera fyrirtækið þannig niður að hún getur ekki valdið því hlutverki sem henni er ætlað,“ segir Páll. 

„Við höfum núna á tæpu tvegga ára tímabili skorið niður um fjórðung í fyrirtækinu,“ segir Páll Magnússon. Hann segir að þessum niðurskurði hafi meðal annars verið náð með fækkun starfsmanna um fimmtíu og mikilli dagskrárskerðingu. Nú standi til að gera RÚV að skera enn frekar niður og umtalsvert meira en aðrar ríkisstofnanir.

Í bréfinu segir að verði af þessum frekari skerðingum muni þurfa að koma til frekari uppsagna og þjónustuskerðingar.

Páll Magnússon
Páll Magnússon mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka