Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Þrándheims í Noregi. Flogið verður til og frá borginni tvisvar í viku til 8. október í haust með viðkomu í Bergen á leiðinni frá Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu.
Í tilefni dagsins tóku borgarstjóri Þrándheims, Tore O Sandvik, á móti Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair og öðrum farþegum þegar Icelandair þotan lenti í Þrándheimi, en þar var haldin stutt móttökuathöfn.
Icelandair hefur um árabil flogið daglegt áætlunarflug til Osló, en hóf fyrir þremur árum reglulegt flug til Bergen á vesturströnd Noregs. Í sumar verður flogið 10 ainnum í viku til Osló, fjórum sinnum í viku til Bergen og tvisvar í viku til Þrándheims og Stavanger. Bókanir í Þrándheimsflugið eru umfram væntingar og hefur þegar verið bætt við flugi í haust af þeim sökum.