Jóhanna: Lítum til Kína eftir fyrirmyndum

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. Golli

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld hafi leitað fyrirmynda til Kína  við endurreisn hagkerfisins. Þetta er haft eftir Jóhönnu í kínverska ríkisfjölmiðlinum Xinhua. Ennfremur er haft eftir henni að hún væri þakklát fyrir þann stuðning sem kínversk stjórnvöld hefðu sýnt Íslendingum.

Ríkisfjölmiðillinn Xinhua fjallar ítarlega um heimsókn kínversku sendinefndarinnar til Íslands. Fyrirliði hennar er He Guoqiang, sem á sæti í æðsta ráði kínverska kommúnistaflokksins. Í kjölfar fundar He með Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, hafði Xinhua eftir ráðherranum að íslensk stjórnvöld kynnu sérstaklega að meta að kínversk stjórnvöld kæmu jafnt fram við allar þjóðir án tillit til stærðar þeirra.

Frétt Xinhua má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert