Sjálstæðismenn og Vinstri græn hafa myndað nýjan meirihluta í Borgarbyggð. Páll Brynjarsson hefur verið endurráðinn sveitarstjóri en Björn Bjarki Þorsteinsson oddviti sjálfstæðismanna verður formaður
byggðarráðs og Ragnar Frank Kristjánsson, oddiviti vinstri grænna, forseti
sveitarstjórnar. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni.
Skrifað var undir meirihlutasamninginn í gær. Samkvæmt honum stendur meðal annars til að endurskoða stjórnkerfi sveitarfélagsins til að stytta boðleiðir og skýra
hlutverkaskipan. Þá verði íbúa- og kynningarfundir verði haldnir
reglulega.