Skógar koma vel undan ösku

Frá Básum í Goðalandi
Frá Básum í Goðalandi Mbl.is/Una

Skógrækt ríkisins segir að skógar á Suðurlandi komi vel undan ösku. Skógurinn í Húsadal sé í góðu ásigkomulagi eftir öskufall dagana 18.-21. maí sl. Ekki spilli fyrir að töluverð næring sé í öskunni, sem virki því eins og áburðargjöf.

Fram kemur í fréttabréfi skógræktarinnar að öskulagið hafi verið þykkast  Húsadal, þ.e. um 3 cm, en minna í Langadal og Básum, eða um 1-2 cm.

Askan hafi fallið með féll með rigningu í Húsadal og fest sig á trjágróðri, en í Langadal og Básum hafi askan fallið í þurru veðri og settist hún
á skógarbotninn.

Leit skógurinn í Húsadal illa út fyrstu dagana eftir öskufallið og varð hann öskugrár en eftir örfáa daga var komin græn slikja yfir skóginn enda sprengdu trén öskuna utan af greinum og brumum þegar þau laufguðust.

Skógurinn er í góðu ásigkomulagi og líta tré vel út. Ekki spillir fyrir að töluverð næring er í öskunni og virkar öskufallið því eins og áburðargjöf á skóginn. Botngróður í skóginum mun eiga í einhverjum erfiðleikum með að spretta upp úr öskunni þar sem hún er þykkust, en þegar rignt hefur í skóginum mun askan skolast niður í svörðinn og þá munu blómplöntur koma í ljós. Nú þegar sjást kröftugar plöntur eins og hvönn brjóta sér leið upp úr öskunni og mun tegundunum fjölga þegar líður á sumarið.
Í

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert