Suðurlandsvegur slapp naumlega

Flóð í Svaðbælisá í morgun
Flóð í Svaðbælisá í morgun Ljósmynd Ólafur Eggertsson

Töluverðir vatnavextir hafa verið í Svaðbælisá í morgun. Vatn flæddi yfir vatnagarða, sem reistir voru í nótt til að sporna gegn flóðinu og út á tún á svæðinu. Ræsi undir þjóðveginum dugðu ekki til og litlu mátti muna að vatn flæddi yfir þjóðveginn.

„Þetta er svo gígantískt mál að það er engu lagi líkt,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Hann segir að mikið grugg og mikill leir sé í flóðinu og að það hafi borist yfir ræktað land.

Ólafur og fólkið á Þorvaldseyri segist ekkert geta gert, náttúran haldi þeim í gíslingu.

Lögreglan á Hvolsvelli segir að mikill viðbúnaður sé á svæðinu. Bæði mun lögreglan fylgjast grannt með gangi mála og fólkið mun vera viðbúið á bæjunum í nágrenninu.

Ólafur Eggertsson
Varnargarðar voru reistir í nótt, til að sporna gegn flóðinu.
Varnargarðar voru reistir í nótt, til að sporna gegn flóðinu. Þorleifur Eggertsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert