Tæmdu viðgerðasjóð áður en félagið fór í þrot

reuters

Fyrrverandi eigendur Apple-umboðsins á Íslandi héldu ekki til haga upphæð sem hið alþjóðlega Apple-fyrirtæki hafði greitt með hverri seldri tölvu hér á landi og nota átti til að greiða fyrir viðgerðir á tölvunum.

Fyrirtækið Humac, sem var söluaðili Apple á Norðurlöndum, fór í þrot í lok árs 2008, en stærsti eigandi Humac á þeim tíma var Stoðir Invest, sem voru í eigu nokkurra af stærstu hluthöfum Baugs Group.

Þegar Skakkiturn ehf. keypti verslanir Apple á Íslandi uppgötvaðist að áðurnefndur viðgerðasjóður var tómur, en upphæðirnar sem greiddar voru í sjóðinn áttu að duga fyrir árs ábyrgð á seldum tölvum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka