Þurfti að biðjast afsökunar

Björn Valur Gíslason, lengst til vinstri, ásamt fleiri þingmönnum á …
Björn Valur Gíslason, lengst til vinstri, ásamt fleiri þingmönnum á Alþingi. Heiðar Kristjánsson

Björn Val­ur Gísla­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs, þurfti að biðjast af­sök­un­ar á um­mæl­um sín­um á Alþingi í dag, eft­ir að hafa spurt Sig­urð Kára Kristjáns­son, þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins, hvort hann hefði haft tengsl við bresku lög­manns­stof­una Mis­hcon de Reya, sem vann ráðgjaf­ar­störf fyr­ir ís­lensk stjórn­völd í Ices­a­ve-mál­inu. Spurði Björn Val­ur Sig­urð Kára Kristjáns­son, í nokkuð ásak­andi tón, hvort hann hefði þegið greiðslur frá lög­manns­stof­unni.

Tók hann fram í fyrstu ræðu sinni um málið að hann hefði ekki varað þing­mann­inn við því fyr­ir­fram að hann myndi bera upp þessa spurn­ingu og því þyrfti Sig­urður Kári ekki að svara spurn­ing­unni strax, en gott væri ef hann gæti gert það.

Skemmst er frá því að segja að Sig­urður Kári, aðrir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins og þing­menn fleiri flokka, brugðust ókvæða við þess­ari fyr­ir­spurn. Neitaði Sig­urður Kári því al­farið að hafa haft nokk­ur tengsl við lög­fræðistof­una og að hafa þegið frá þeim nein­ar pen­inga­greiðslur.

„Nú er mér legið á hálsi og það gefið í skyn að ég hafi þegið fé frá er­lendri lög­manns­stofu í ein­hverj­um póli­tísk­um til­gangi. Þetta er svo ógeðslegt og ómál­efna­legt að ég krefst þess að fá svar frá for­sæt­is­ráðherra um það hvort að þau um­mæli séu ekki víta­verð sam­kvæmt lög­um um fund­ar­stjórn Alþing­is," sagði Sig­urður Kári.

Sjálf­stæðis­menn fóru hver á fæt­ur öðrum í ræðustól til að svara Birni Val. Ein­ar K. Guðfinns­son sakaði hann um McCart­hy-isma (eft­ir banda­ríska öld­unga­deild­arþing­mann­in­um Joseph McCart­hy, sem of­sótti fólk fyr­ir meint­an komm­ún­isma í Banda­ríkj­un­um á sjötta ára­tug síðustu ald­ar) og sagði hann stilla Sig­urði Kára upp við vegg, dylgja um að hann væri óheiðarleg­ur og láta hann svo svara því.

Jón Gunn­ars­son, Bjarni Bene­dikts­son og Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir kváðu sér einnig hljóðs og sögðu um­mæli Björns Vals ein­hver þau lág­kúru­leg­ustu sem heyrst hefðu á Alþingi. Einnig var spurt hvers vegna for­seti þings­ins, Árni Þór Sig­urðsson, hefði ekki ávítt Björn Val fyr­ir um­mæl­in.

Óli Björn Kára­son krafðist þess af for­seta að hann ávítti þing­mann­inn. „Ef ekki þá er búið að setja hér al­ger­lega nýja staðla í fund­ar­sköp­um og ræðulist hér á þingi. Ég krefst þess að það verði gert nú þegar," sagði Óli Björn. „Skömm þín er mik­il, kanntu virki­lega ekki að skamm­ast þín?" spurði hann Björn Val.

Björn Val­ur steig aft­ur í pontu og baðst af­sök­un­ar. „Hafi orð mín áðan mis­boðið ein­hverj­um eða ég gengið gróf­lega gegn ein­hverj­um í þess­um sal, þá biðst ég af­sök­un­ar á því." Kvaðst hann hafa spurt spurn­ing­ar en ekki full­yrt neitt. Hann hefði fengið svör við sín­um spurn­ing­um og þar með gæti málið fallið niður. Sagði hann það sér ljúft og skylt að biðjast af­sök­un­ar, hefðu orð hans móðgað ein­hvern. „Er þá ekki allt í lagi með þetta mál? Út af hverju er fólk þá að æsa sig hér upp?" spurði hann.

M.a. tóku einnig til máls Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, Siv Friðleifs­dótt­ir og Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir og fleiri.

Árni Þór Sig­urðsson, formaður þing­flokks VG, sat á for­seta­stóli og stjórnaði fundi þegar þetta fór fram. Tók hann til máls og beindi því til þing­manna að sýna hver öðrum virðingu. Sagðist hann hafa túlkað orð Björns Vals þannig að hann hefði borið fram fyr­ir­spurn, í þeim hefði ekki fal­ist full­yrðing. Þingmaður­inn hefði beðist af­sök­un­ar á orðum sín­um.

Sagði hann mik­il­vægt að fara var­lega með heim­ild for­seta til að ávíta þing­menn og þyrfti for­seti að vera viss í sinni sök ef það ætti að gera. Hann sagðist von­ast til þess að þar með væri umræðunni lokið.

Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður.
Sig­urður Kári Kristjáns­son alþing­ismaður. Ómar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert