Frumvarp um stjórnlagaþing var tekið af dagskrá Alþingis í gærkvöldi. Semja á um breytingar til að ná sátt um það.
Allsherjarnefnd fundar aftur fyrir hádegið í dag um það. Sjálfstæðismenn lögðu til að stuttur þjóðfundur 2.000 manna yrði haldinn í stað stjórnlagaþings. Sérfræðinganefnd fengi svo tillögur fundarins, semdi frumvarp og legði það fyrir Alþingi. Skiptar skoðanir eru um hugmyndina.