Brynjar Nielsson: Ekki rétt að skipun dómara valdi oft titringi

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Brynj­ar Niels­son, hæsta­rétt­ar­lögmaður og formaður Lög­manna­fé­lag Íslands, seg­ir að það sé bein­lín­is rangt sem birt­ist í frétt á Press­unni í gær að skip­un dóm­ara í Hæsta­rétti hafi oft valdið titr­ingi í sam­fé­lag­inu. Bend­ir Brynj­ar á að hafi verið neinn titr­ing­ur þegar Hjör­dís Há­kon­ar­dótt­ir var skipuð dóm­ari þótt hún hafi ekki verið tal­in hæf­ust um­sækj­enda af þáver­andi dómur­um við rétt­inn.

Seg­ir Brynj­ar í pistli sem hann rit­ar á Press­una að í frétt Press­unn­ar í gær sé tekið  dæmi um skip­an Ólafs Bark­ar Þor­valds­son­ar og Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar þar sem Hæstirétt­ur hafi talið aðra um­sækj­end­ur hæf­ari.

„Það er nú bein­lín­is rangt að skip­an­ir dóm­ara við rétt­inn hafi oft valdið titr­ingi vegna ásak­ana um ófag­leg vinnu­brögð ráðherra. Vissu­lega varð titr­ing­ur við skip­an­ir Ólafs Bark­ar og Jóns Stein­ars sem dóm­ar­ar Hæsta­rétt­ar töldu ekki hæf­asta um­sækj­enda. Ein­hverra hluta vegna varð ekki titr­ing­ur þegar Hjör­dís Há­kon­ar­dótt­ir var skipuð dóm­ari þótt hún hafi ekki verið tal­in hæf­ust um­sækj­enda af þáver­andi dómur­um við rétt­inn.

Ekki ætla ég að leggja mat á það hvort Ólaf­ur Börk­ur eða Jón Stein­ar hafi verið hæf­ast­ir um­sækj­enda á sín­um tíma en full­yrða má að báðir voru þeir mjög hæf­ir, eins og segja má um þá sem Hæstirétt­ur hafði talið hæf­asta. Rétt er að benda á að Ólaf­ur Börk­ur hafði áður verið far­sæll dóm­stjóri við héraðsdóm og eng­inn hafði ef­ast um að Jón Stein­ar var einn allra hæf­asti lögmaður lands­ins þegar hann var skipaður í Hæsta­rétt. Titr­ing­ur vegna skip­un­ar þeirra er því af öðrum ástæðum en skorti á hæfni," skrif­ar Brynj­ar.

Grein Brynj­ars í heild
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert