Í greinargerð landlæknisembættisins um detox-meðferðar Jónínu Benediktsdóttur segir að meðferðin teljist ekki heilbrigðisþjónusta. Engir læknar starfa við meðferðina og ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir rekstri heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir þetta hafi auglýsingar gefið til kynna að um heilbrigðisþjónustu sé að ræða.
Landlækni hefur borið mikill fjöldi erinda vegna þessarar meðferðar frá sjúklingum, læknum, vísinamönnum og fleiri hópum.
Ristilhreinsanir hafa orðið fyrir mestri gagnrýni en slík hreinsun er hluti meðferðarinnar. Í greinargerðinni segir að enginn fótur sé fyrir því að slík hreinsun geri nokkuð gagn, mannslíkaminn sjái sjálfur um að hreinsa út eiturefni.
Allt bendir til þess, að mati embættisins, að detox-meðferðin brjóti í bága við læknalög en þar er öðrum en læknum bannað stunda lækningar og tekið fyrir að stundaðar séu hverskyns skottulækningar.
Segir í greinargerðinni að ekki sé að finna neinar vísbendingar um umfjöllun þeirra lækna sem sagðir eru hafa þróað hana í vísindaritum eða um önnur efni. Ekki liggi fyrir hvernig meðferðin hafi verið þróun og gagn hennar og gæði metin.