Eftirför á Reykjanesbraut

Lögreglan þurfti að elta ökumanninn frá Hafnarfirði að Vogum.
Lögreglan þurfti að elta ökumanninn frá Hafnarfirði að Vogum. mbl.is/ÞÖK

Lögregla þurfti að veita bifreið eftirför á Reykjanesbraut fyrir stuttu. Eltingaleikurinn hófst hjá Hafnarfirði og ekki náði að stöðva bifreiðina fyrr en komið var að Vogum.

Ökumaðurinn, sem neitaði að stansa eftir tilskipun lögreglu, er í haldi lögreglu. Tvö mótorhjól lögreglu þurftu að elta ökumanninn, en þau voru að sinna reglubundnu umferðareftirliti þegar atvikið átti sér stað.

Von er á frekari upplýsingum um málið síðar í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert