Eva Joly segist fús að verða forseti Frakklands

Eva Joly
Eva Joly Ómar Óskarsson

Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, segist reiðubúin að bjóða sig fram til forseta Frakklands árið 2012 fái hún til þess fullan stuðning franska græningjaflokksins. Þetta sagði Joly í viðtali við norska blaðið Aftenposten samkvæmt því er kom fram í fréttum RÚV.

Sagðist Joly myndu bjóða sig fram sem valkost á vinstri væng stjórnmálanna gegn hægrimanninum Nicolas Sarkozy. Vinsældir hans hafa dvínað í Frakklandi vegna atvinnumála og slæmra horfa í efnahagslífinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert