Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, segist reiðubúin að bjóða sig fram til forseta Frakklands árið 2012 fái hún til þess fullan stuðning franska græningjaflokksins. Þetta sagði Joly í viðtali við norska blaðið Aftenposten samkvæmt því er kom fram í fréttum RÚV.
Sagðist Joly myndu bjóða sig fram sem valkost á vinstri væng stjórnmálanna gegn hægrimanninum Nicolas Sarkozy. Vinsældir hans hafa dvínað í Frakklandi vegna atvinnumála og slæmra horfa í efnahagslífinu.