Lög um ein hjúskaparlög voru samþykkt á Alþingi í dag. Þar með munu gildandi hjúskaparlög gilda um hjúskap tveggja einstaklinga í stað einvörðungu um hjúskap karls og konu.
Alls samþykktu 49 þingmenn lögin en 14 voru fjarstaddir.
Lög um staðfesta samvist verða felld úr gildi. Tilgangurinn er með lögunum er að afmá þann mun sem felst í mismunandi löggjöf vegna hjúskapar karls og konu annars vegar og staðfestrar samvistar tveggja einstaklinga af sama kyni hins vegar.