Iðnaðarmálagjald afnumið

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp um iðnaðarmálagjald.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp um iðnaðarmálagjald. Ómar Óskarsson

Iðnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að iðnaðarmálagjaldi verði afnumið. Þetta er gert í kjölfar dóms  Mannréttindadómstóls Evrópu um iðnaðarmálagjald.

þskj. 1281 # frumskjal iðnrh., 138. lþ. 661. mál: #A iðnaðarmálagjald # frv.Lagt er til að gjaldinu sem lagt er á árið 2010 vegna rekstrarársins 2009 verði ráðstafað til mennta- og nýsköpunarverkefna á sviði iðnaðar og að sú ráðstöfun verði ákveðin á fjárlögum. Á fjárlögum 2010 er reiknað með að iðnaðarmálagjald ársins verði 420 millj. kr. en ljóst er að innheimt gjald verður ekki nákvæmlega sú fjárhæð.


Tilefni þess að ráðist var í endurskoðun á lögum um iðnaðarmálagjald er dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um iðnaðarmálagjald frá 27. apríl 2010. Í dómnum er komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd laga um iðnaðarmálagjald sé í andstöðu við 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Af dómnum verður ekki ráðið að gjaldtakan sé með öllu óheimil heldur að breyta þurfi því fyrirkomulagi sem gildir varðandi ráðstöfun gjaldsins og eftirlit með því.


Þrátt fyrir að ekki sé talið að dómurinn leiði sjálfkrafa til þeirrar niðurstöðu að gjaldtakan sé með öllu óheimil er það nokkuð útbreidd skoðun að rétt sé að hætta innheimtu gjaldsins. Þannig hafa Samtök iðnaðarins sjálf beint þeim tilmælum til iðnaðarráðherra að hann leggi til að gjaldtökunni verði hætt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert