Nýjasta skipið í skipaflota Yachts of Seabourn lagðist að Skarfabakkasnemma í morgun en skipið lagði í jómfrúarferð sína
á sunnudag eftir að hafa fengið nafnið Sojourn við hátíðlega athöfn á
föstudag, frá guðmóður sinni Twiggy.
Var tekið á móti skipinu með viðhöfn hér, Lóðsar frá Faxaflóahöfn mynduðu vatnsboga þegar skipið sigldi inn og hljómsveit lék á
hafnarbakkanum.
Skipið er 32 þúsund tonn og tekur 450 farþega. Í
tilkynningu frá aðstandendum kemur fram að farþega um borð muni ekki
skorta neitt þegar kemur að lúxus því um borð í skipinu sé vel búið Spa
sem nær yfir tvö þilför, góðir veitingastaðir, bókasafn, verslanir, vel
búin tölvuherbergi og kaffihús svo eitthvað sé nefnt. Það eru tvær
sundlaugar ásamt sex heitum pottum og á efsta þilfarinu er níu holu mini
golfvöllur.
Gestir um borð í skipinu munu í dag fara í skoðunarferðir á Íslandi og m.a. kynnast víkingahefðum í Guðmundarlundi í Kópavogi. Skipið heldur síðan áfram ferð sinni með viðkomu í Heimaey á morgun. Það eru Iceland Travel og Truenorth sem sjá um móttöku skipsins og hátíðarhöld fyrir gestina.