Niðurskurðurinn 32 milljarðar króna

Stjórnarráð Íslands.
Stjórnarráð Íslands. Jim Smart

Alls verður skorið niður um 32 millj­arða króna á næsta ári, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu sem lagt verður fram á næstu dög­um. Alls verður aflað nýrra tekna fyr­ir 11 millj­arða króna. Þetta kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag.

Þetta er mun betri staða en gert var ráð fyr­ir í efna­hags­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þar var reiknað með að stoppa þyrfti í 50 millj­arða gat, en betri staða rík­is­sjóðs ger­ir það að verk­um að það gat verður 43 millj­arðar króna.

Ráðuneyt­in hafa unnið að til­lög­um um niður­skurð og tekju­aukn­ingu og skila til­lög­um til fjár­málaráðuneyt­is­ins í dag. Sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðsins er gert ráð fyr­ir 5 pró­senta niður­skurði í vel­ferðar­mál­um en 10 pró­sent­um í öðrum mála­flokk­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert