Alls verður skorið niður um 32 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu sem lagt verður fram á næstu dögum. Alls verður
aflað nýrra tekna fyrir 11 milljarða króna. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Þetta er mun betri
staða en gert var ráð fyrir í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Þar var
reiknað með að stoppa þyrfti í 50 milljarða gat, en betri staða
ríkissjóðs gerir það að verkum að það gat verður 43 milljarðar króna.
Ráðuneytin
hafa unnið að tillögum um niðurskurð og tekjuaukningu og skila tillögum
til fjármálaráðuneytisins í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er
gert ráð fyrir 5 prósenta niðurskurði í velferðarmálum en 10 prósentum í
öðrum málaflokkum.