Orkan kemur af stað nýju bensínstríði

Neytendur njóta verðstríðs bensínfélaganna.
Neytendur njóta verðstríðs bensínfélaganna. mbl.is/Árni Sæberg

Eftir að Orkan kynnti nýja verðstefnu í vikunni, þar sem sama eldsneytisverð er innan hvers landshluta, hafa keppinautarnir ÓB og Atlantsolía fylgt eftir sem aldrei fyrr.

Verðið var síðdegis í gær lægst á Suðurlandi, tæpar 186 krónur fyrir bensínið, en hæst á Vestfjörðum, 191 króna. Annars var lægsta verð víðast 190,90 krónur í öðrum landshlutum.

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, segir álagningu félaganna vera í sögulegu lágmarki og verð eiga eftir að hækka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert