Óttast landflótta

Lilja Mósesdóttir
Lilja Mósesdóttir Mbl.is

Lilja Móses­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, ótt­ast land­flótta ef laun rík­is­starfs­manna verða skert of mikið. Hún seg­ir að til­lag­an um launa­fryst­ingu geti aðeins gengið, ef hún nái jafnt til rík­is- og einka­geir­ans.

„Mér finnst ansi langt gengið að refsa rík­is­starfs­mönn­um fyr­ir kreppu sem rekja má til einka­geir­ans. Ég vil skoða launaþróun mjög ná­kvæm­lega á einka­markaðinum áður en ég samþykki launa­fryst­ingu - hvað þá launa­lækk­un - í rík­is­geir­an­um,“ seg­ir Lilja. Hún bæt­ir við að fara þurfi var­lega í niður­skurð hjá hinu op­in­bera á kreppu­tím­um. Ann­ars sé hætta á því að niður­skurðar­kreppa taki við af fjár­málakrepp­unni.

Lilja ótt­ast að verið sé að fara svipaða leið og í upp­hafi tí­unda ára­tug­ar­ins, þegar rík­is­stjórn­in samþykkti bráðabirgðalög til að af­nema leiðrétt­ingu launa rík­is­starfs­manna í sam­ræmi við einka­geir­ann. „Þetta varð til þess að rík­is­starfs­menn sem höfðu fjár­fest í mennt­un voru á mun lægri laun­um en fólk með milli­mennt­un í einka­geir­an­um. Margt af þessu fólki flúði land. Það treysti sér ekki til að standa und­ir náms­lán­um og fast­eigna­skuld­um á þeim laun­um sem voru þá í boði.“

„Ég ótt­ast land­flótta og fá­tækt meðal lág­launa rík­is­starfs­manna. Við meg­um ekki skerða laun rík­is­starfs­manna langt um­fram það sem er að ger­ast í einka­geir­an­um,“ seg­ir þingmaður­inn og bæt­ir við að rík­is­starfs­menn séu ekki minna skuld­sett­ir en aðrir.

Lilja bend­ir á að lán­in hækki í sam­ræmi við verðbólgu. „Með því að frysta laun búum við til ákveðið mis­gengi ofan á það sem að nú þegar hef­ur orðið, á meðan við tök­um ekki verðtrygg­ing­una úr sam­bandi eða setj­um þak á hana,“ seg­ir Lilja. „Ég ótt­ast að launa­fryst­ing á sama tíma og við erum með verðtryggð fast­eignalán mun auka mis­gengi á milli launa og lána.“

Þingmaður­inn seg­ist geta sætt sig við al­menna launa­fryst­ingu ef hún nái ekki bara til rík­is­geir­ans. „Það yrði þá gert með því að lofa launþegum að jafn­vel af­nema ver­trygg­ing­una í áföng­um,“ seg­ir Lilja að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert