Stefnt að þinglokum á þriðjudag

Samkomulag er milli þingflokkanna um að ljúka umræðu um stjórnlagaþing.
Samkomulag er milli þingflokkanna um að ljúka umræðu um stjórnlagaþing. Ómar Óskarsson

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segir að stefnt sé að þinglokum á þriðjudag í samræmi við starfsáætlun þingsins. Öll mál er varðar heimilin í landinu eru núna í yfirferð af sérstökum starfshóp og stefnt er að því að taka þau fyrir á þriðjudag.


Samkomulag hefur tekist um að afgreiða frumvarp um stjórnlagaþing fyrir þinglok, en annarri umræðu um málið lauk í kvöldi. Framsóknarmenn ætla að styðja frumvarpið, en sjálfstæðismenn ætla hins vegar ekki að styðja það.

Á morgun verður þingfundur þar sem 21 mál er á dagskrá. Meðal þeirra eru fjögur umdeild mál, innstæðutryggingar, afnám Varnarmálastofnunar, vatnalög og samgönguáætlun.

Enginn þingfundur er á sunnudag, en á mánudag eldhúsdagur með almennum stjórnmálaumræðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert