Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segir að stefnt sé að þinglokum á þriðjudag í samræmi við starfsáætlun þingsins. Öll mál er varðar heimilin í landinu eru núna í yfirferð af sérstökum starfshóp og stefnt er að því að taka þau fyrir á þriðjudag.
Samkomulag hefur tekist um að afgreiða frumvarp um stjórnlagaþing fyrir þinglok, en annarri umræðu um málið lauk í kvöldi. Framsóknarmenn ætla að styðja frumvarpið, en sjálfstæðismenn ætla hins vegar ekki að styðja það.
Á morgun verður þingfundur þar sem 21 mál er á dagskrá. Meðal þeirra eru fjögur umdeild mál, innstæðutryggingar, afnám Varnarmálastofnunar, vatnalög og samgönguáætlun.
Enginn þingfundur er á sunnudag, en á mánudag eldhúsdagur með almennum stjórnmálaumræðum.