Í flugi yfir Eyjafjallajökul í morgun sáu vísindamenn að stöðuvatn hefur myndast í gígnum í jöklinum. Gufa stígur upp af vatnsborðinu, mest frá norðurjaðri þess. Kemur þetta fram í frétt á vefsíðu veðurstofunnar.
Í myndavél Mílu.is sem sýnir Eyjafjallajökul frá Þórólfsfelli má sjá að öskufjúk á svæðinu er töluvert.