Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) gagnrýna þá fullyrðingu Neytendasamtakanna að innflytjendur og smásalar hafi nýtt sér styrkingu krónunnar til að hækka álagninu sína á vörum. Einnig finnur SVÞ að því að Neytendasamtökin segi verðlag innfluttra vara ekki hafa þróast í samræmi við gengi krónunnar.
Í frétt á vef SVÞ segir að framsetning Neytendasamtakanna sé gagnrýniverð. Mikil samkeppni sé í smásölu hér á landi og fullyrða megi að styrking krónunnar muni skila sér út í verðlagið. Í ljósi þeirra erfiðleika sem veik staða krónunnar olli verslun á Íslandi geti ekki talist sanngjarnt að setja málin fram með þessum hætti. Fullyrða megi að að verslunin hafi almennt tekið á sig verulega afkomuskerðingu vegna veikrar krónu á undanförnum misserum.
Hve fljótt áhrifa sterkari krónu muni gæta í vöruverði mun að mati SVÞ ráðast af því um hvernig vörur er að ræða. Bent er á að nýlegar mælingar sýni að innflutt matvælif, fatnaður og skór hafi þegar lækkað vegn styrkingarinnar.
Frétt SVÞ.
Frétt Neytendasamtakanna.