Skráningargjöld við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri munu hækka úr 45.000 krónum í 65.000 krónur, verði fallist á ósk rektora háskólanna um heimild til að hækka gjöldin.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, segir að undanfarin þrjú ár hafi verið sparað á öllum vígstöðvum en hingað til hafi stúdentum verið hlíft. Gjöldin hafi ekki hækkað í um sjö ár. Hækkunin gæti skilað HÍ um 200-300 milljónum, rynni allt féð til skólans.