Villa í tollakerfi ESB

Makríllinn hefur reynst búbót.
Makríllinn hefur reynst búbót.

Við yf­ir­ferð á markaðsaðgangi fyr­ir mak­ríl til Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) upp­götvaðist villa í tolla­kerfi ESB varðandi fros­in mak­ríl­flök. Sam­kvæmt EES-samn­ingn­um og fríversl­un­ar­samn­ingi Íslands og ESB frá ár­inu 1972 skal út­flutn­ing­ur á frosn­um fisk­flök­um, af öðrum teg­und­um en ferskvatns­fisk­um vera toll­frjáls, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Full­trú­ar ís­lenskra stjórn­valda hafa tekið málið upp við fram­kvæmda­stjórn ESB sem hef­ur leiðrétt vill­una aft­ur­virkt frá 1. janú­ar 2010. Útflutn­ing­ur á fryst­um mak­ríl­flök­um frá Íslandi til ESB er því toll­frjáls. Ef fyr­ir­tæki hafa flutt fryst mak­ríl­flök með tolli til ESB fyr­ir 1. janú­ar 2010 er viðkom­andi aðilum bent á að hafa sam­band við ut­an­rík­is­ráðuneytið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert