Athugasemd frá Högum

Hagar Bónus
Hagar Bónus mbl.is/Golli

Morgunblaðinu hefur borist athugasemd frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga, sem er svohljóðandi:

„Morgunblaðið hefur undanfarna mánuði ítrekað birt ósannindi um rekstur Haga. Í upphafi vikunnar kom fram í leiðara blaðsins að Hagar hafi „verið settir á hausinn“ og í leiðara blaðsins í dag kemur tvívegis fram að félagið hafi verið „sett á höfuðið“.

Þetta er rangt. Hagar hafa aldrei „farið á höfuðið“. Rekstur Haga hefur gengið vel. Hagnaður var af rekstri félagsins á síðasta rekstrarári og eiginfjárstaða félagsins er góð. Ítrekað hefur komið fram að Hagar hafa staðið við allar sínar skuldbindingar og er eitt af fáum félögum sem hefur greitt upp skuldabréfaflokk að fullu, sem skráður var í Kauphöll Íslands. Hagar hafa ekki fengið neina eftirgjöf eða niðurfellingu skulda og slíkt stendur ekki til, enda félagið í góðum rekstri. Margítrekuð ósannindi Morgunblaðsins um rekstur Haga eru alvarlegt mál fyrir rekstur félagsins, ekki síst þar sem markvisst er grafið undan orðspori félags, sem á í samskiptum við fjölmarga aðila, innanlands sem utan. Það er alvarlegt að Morgunblaðið fari vísvitandi með rangt mál. Slíkt er nauðsynlegt að leiðrétta, enda um óþolandi atvinnuróg að ræða.“

Athugasemd ritstj.

Í umfjöllun Morgunblaðins um Haga hefur því ekki verið haldið fram að rekstur fyrirtækisins gangi illa eða að fyrirtækið standi ekki í skilum á eigin skuldum. Ekkert bendir til rekstrarerfiðleika Haga í nýjasta birta ársreikningi fyrirtækisins, sem er frá árinu 2008. Fyrirtækið sem keypti Haga á árinu 2008, 1998 ehf., glímir þó óneitanlega við mikinn skuldavanda og hefur verið tekið yfir af Arion banka. Hagar eru eina eign 1998 en samanlagðar skuldir fyrirtækjanna tveggja, sem Högum var ætlað að standa undir nema á bilinu 50-60 milljörðum króna. Fram hefur komið að ekkert hefur verið greitt af láni 1998 ehf. Í skuldum 1998 ehf. felst vandinn sem Morgunblaðið hefur bent á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert