Biskup andsnúinn lokun

Dómkirkjan í Reykjavík.
Dómkirkjan í Reykjavík. mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur til að hátíðarguðsþjónusta í dómkirkjunni í Reykjavík þann 17. júní fari fram fyrir luktum dyrum.

Athöfnin hefst á Austurvelli þar sem borgarfulltrúar, íslenskir embættismenn ásamt sendiherrum erlendra ríkja fylgjast með hátíðarhöldum og ganga svo til guðsþjónustu í dómkirkjunni.

Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir hlutverk lögreglunnar að tryggja öryggi fólks og lokun kirkjunnar fyrir almenningi sé liður í þeim ráðstöfunum.

Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup leggst alfarið gegn hugmyndum lögreglunnar um lokun dómkirkjunnar. „Í eðli sínu er guðsþjónusta kirkjunnar opinber athöfn. Guðsþjónustan í dómkirkju landsins á sjálfan þjóðhátíðardaginn er opin almenningi. Það kemur ekkert annað til mála,“ segir Karl sem telur lögregluna ekki meta hættuna rétt.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert