Einlægur vilji þingmanna að klára mál heimilanna

Á Alþingi
Á Alþingi Heiddi /Heiðar Kristjánsson

Enn er ekki ljóst hvaða mál ná í gegn á Alþingi áður en þingstörfum lýkur fyrir sumarfrí, en stefnt er að þinglokum á þriðjudag. Formaður þingflokks Hreyfingarinnar segir þingmenn hafa skilning á því að mál heimilanna þarf að klára.  

"Ég held að það sé einlægur vilji þingmanna að klára mál er snúa að heimilunum ef eitthvað stendur útaf," segir Birgitta Jónsdóttir formaður þingflokks Hreyfingarinnar. Hún segir þingmenn hafa fullan skilning á því að þessi mál þoli enga bið.

Formenn þingflokka funduðu með forseta Alþingis í dag um dagskrá þingsins. Öll mál er varðar heimilin í landinu hafa verið í yfirferð af sérstökum starfshóp undanfarna daga og er stefnt er að því að taka þau fyrir á þriðjudag.

Samkvæmt heimildum mbl.is gæti farið svo að þingstörfum ljúki á þriðjudag en þing verði svo kallað saman aftur í lok mánaðarins til að klára mál er varða heimilin, takist það ekki fyrir þinglok.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert